Lífið

Affleck í nýrri hasarmynd

Ný tegund af hasar Ben Affleck hefur tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Line of Sight.
Ný tegund af hasar Ben Affleck hefur tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Line of Sight.
Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard.

Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni.

Nýlega var frá því greint að Affleck og eiginkona hans, Jennifer Garner, ættu von á sínu þriðja barni og því er í mörg horn að líta hjá Hollywood-stjörnunni. Næsta mynd sem hann leikur í er hins vegar kvikmyndin Argo og söguþráður hennar lofar nokkuð góðu. Hún fjallar um hóp CIA-njósnara sem smygla sér inn í Íran í líki sci-fi kvikmyndagerðarmanna. Meðal mótleikara Afflecks í myndinni eru John Goodman og Alan Arkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×