Sveitin fæddist tilbúin 23. ágúst 2011 08:00 Spiluðu borðtennis Þeir félagar í ADHD eyddu fyrstu æfingunum saman í að spila borðtennis, svo ræddu þeir um mat og matargerð og loks fóru þeir að æfa saman. Nauðsynlegur grunnur, segir Davíð Þór Jónsson. Frá vinstri eru Ómar, Davíð Þór, Óskar og Magnús.Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. „Þessi sveit fæddist tilbúin, maður fann það strax á fyrstu tónleikunum að þetta samstarf gengi fullkomlega upp,“ segir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari hljómsveitarinnar ADHD sem er búin að gefa út plötuna ADHD2. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta önnur plata sveitarinnar en fyrsta platan hennar sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og var meðal annars valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2010. Ómar hugðist í viðtalinu eigna sér heiðurinn af stofnun hljómsveitarinnar en var fljótlega stöðvaður af Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, sem virtist umhugað að koma blaðamanni á neftóbaksbragðið. Honum varð ekki að ósk sinni. „Við höfum allir starfað saman í kross en aldrei undir einum og sama hattinum. Og okkur langaði til að prófa það,“ segir Davíð og rifjar upp að hann og Ómar hafi unnið saman í vörutalningu í Tónastöðinni þegar þeir voru sextán. „Og við höfum eiginlega verið að vinna saman síðan þá.“ Ómar Guðjónsson (en vart þarf að taka fram að hann og Óskar eru bræður) rifjar upp að á fyrstu æfingum sveitarinnar hafi lítið annað verið gert en að spila borðtennis. Svo hafi umræðan þróast út í mat og matargerð og loks hafi menn byrjað að spila tónlist. „Og sá grunnur var alveg nauðsynlegur fyrir okkur, hljómsveit sem byggir bara á tónlist á ekkert sérstaklega skemmtilegan tíma fram undan.“ Trommari sveitarinnar, Magnús Tryggvason, hefur sig lítið í frammi í viðtalinu en Ómar segir að hann sé ungi, heiti gæinn í bandinu. Og þar við situr. Platan er tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum og hafa fjórmenningarnir fátt annað en gott um þá dvöl sína að segja, þeir hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti nema frá heldri mönnum í sundlauginni. Þegar sveitarmeðlimir eru síðan spurðir út í stefnu hljómsveitarinnar og hvernig megi flokka tónlist hennar verður svarið eilítið flókið. „Djassistar myndu ekki samþykkja að þetta væri djass og þetta er heldur ekki rokk eða popp. Þetta er bara bræðingur úr öllum stefnum,“ segir Óskar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. „Þessi sveit fæddist tilbúin, maður fann það strax á fyrstu tónleikunum að þetta samstarf gengi fullkomlega upp,“ segir Óskar Guðjónsson, saxófónleikari hljómsveitarinnar ADHD sem er búin að gefa út plötuna ADHD2. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta önnur plata sveitarinnar en fyrsta platan hennar sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og var meðal annars valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2010. Ómar hugðist í viðtalinu eigna sér heiðurinn af stofnun hljómsveitarinnar en var fljótlega stöðvaður af Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, sem virtist umhugað að koma blaðamanni á neftóbaksbragðið. Honum varð ekki að ósk sinni. „Við höfum allir starfað saman í kross en aldrei undir einum og sama hattinum. Og okkur langaði til að prófa það,“ segir Davíð og rifjar upp að hann og Ómar hafi unnið saman í vörutalningu í Tónastöðinni þegar þeir voru sextán. „Og við höfum eiginlega verið að vinna saman síðan þá.“ Ómar Guðjónsson (en vart þarf að taka fram að hann og Óskar eru bræður) rifjar upp að á fyrstu æfingum sveitarinnar hafi lítið annað verið gert en að spila borðtennis. Svo hafi umræðan þróast út í mat og matargerð og loks hafi menn byrjað að spila tónlist. „Og sá grunnur var alveg nauðsynlegur fyrir okkur, hljómsveit sem byggir bara á tónlist á ekkert sérstaklega skemmtilegan tíma fram undan.“ Trommari sveitarinnar, Magnús Tryggvason, hefur sig lítið í frammi í viðtalinu en Ómar segir að hann sé ungi, heiti gæinn í bandinu. Og þar við situr. Platan er tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum og hafa fjórmenningarnir fátt annað en gott um þá dvöl sína að segja, þeir hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti nema frá heldri mönnum í sundlauginni. Þegar sveitarmeðlimir eru síðan spurðir út í stefnu hljómsveitarinnar og hvernig megi flokka tónlist hennar verður svarið eilítið flókið. „Djassistar myndu ekki samþykkja að þetta væri djass og þetta er heldur ekki rokk eða popp. Þetta er bara bræðingur úr öllum stefnum,“ segir Óskar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira