Lífið

Skemmtu sér á Lebowski-hátíð

með lIam Svavar Helgi og Ólafur ásamt Liam sem fór með lítið hlutverk í The Big Lebowski.
með lIam Svavar Helgi og Ólafur ásamt Liam sem fór með lítið hlutverk í The Big Lebowski.
„Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson.

Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð.

Fyrst fóru um 400 manns í keilu klæddir eins og persónur myndarinnar og daginn eftir var myndin sýnd í stóru leikhúsi fyrir framan eitt þúsund manns. Þar sátu leikararnir fyrir svörum, þar á meðal Jeff Bridges sem lék hinn húðlata The Dude. „Jeff Bridges var ótrúlega jarðbundinn og var ekki með neina stæla eða neitt. Hann fékk allan salinn í jógahugleiðslu og mætti með hárið og skeggið eins og Dúdinn,“ segir Svavar Helgi.

Hann og Ólafur hittu einn aukaleikara úr The Big Lebowski sem fór með lítið hlutverk sem Liam, keilufélagi Jesus. „Við fengum hann til að segja vel valin orð í myndavélina og hann krotaði á eitthvert drasl fyrir okkur.“ Afraksturinn verður sýndur á næstu Big Lebowski-hátíð sem þeir félagar halda hér á landi í mars á næsta ári.

Fleiri Íslendingar voru staddir á keilukvöldinu í New York, þar á meðal ljósmyndarinn Hörður Sveinsson og vinir hans. „Ég var að heimsækja vini mína sem búa þarna úti og það var skemmtileg tilviljun að vera þarna á sama tíma. Þetta var mjög fyndið,“ segir Hörður, sem að sjálfsögðu smellti nokkrum myndum af uppákomunni. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×