Lífið

Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir

Adele Jane Pollard og Iain Forsyth hafa unnið með Adele, Nick Cave og Radiohead við stafræna markaðssetningu. 
nordicphotos/Getty
Adele Jane Pollard og Iain Forsyth hafa unnið með Adele, Nick Cave og Radiohead við stafræna markaðssetningu. nordicphotos/Getty
Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október.

Í þetta sinn verður kastljósinu beint að höfundarrétti tónlistarmanna og annarra sem nýta netið sér til framdráttar. „Við vildum einbeita okkur að höfundarréttinum. Það skiptir máli hvaða stefna er tekin í kringum hann,“ segir María Rut Reynisdóttir hjá You Are In Control.

Á meðal fyrirlesara verður Robert Levine, sem hefur vakið athygli fyrir bók sem fjallar um hvernig dagblöð, tónlist og kvikmyndir geta náð fótfestu á netinu á sama tíma og svo margir sækjast þar eftir ókeypis afþreyingu.

Einnig halda þau Jane Pollard og Iain Forsyth fyrirlestur. Þau hafa unnið með listamönnum eins og Adele, Nick Cave, Pulp, Radiohead og Depeche Mode við stafræna markaðssetningu.

Um 230 manns sóttu You Are In Control í fyrra og búist er við svipuðum fjölda í ár. Í þetta sinn verður hátíðin haldin á sama tíma og Iceland Airwaves-hátíðin. Miðasala á ráðstefnuna er hafin á Youareincontrol.is og kostar 20.000 krónur til 5. september. Einnig er hægt að fá pakkatilboð með Iceland Airwaves-hátíðinni á 25.000 krónur.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×