Körfubolti

Haukur Helgi hjálpar liðinu á mörgum stöðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza.

Haukur lék með Maryland-háskólanum í Bandaríkjunum síðasta vetur en hann vakti mikla athygli í EM 20 ára landsliða í sumar, þar sem hann var með 22,7 stig og 10 fráköst að meðaltali.

„Haukur er ungur leikmaður sem getur hjálpað liðinu á mörgum stöðum. Hann getur reynst okkur vel því hann er fjölhæfur og getur spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Ponsarnau, þjálfari Manresa, á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×