Lífið

Bieber fær götu nefnda eftir sér

Lukkunnar pamfíll Ungur bæjarstjóri í Texas nefndi götu eftir Justin Bieber og bauð hann velkominn í heimsókn hvenær sem er.
Lukkunnar pamfíll Ungur bæjarstjóri í Texas nefndi götu eftir Justin Bieber og bauð hann velkominn í heimsókn hvenær sem er.
Á meðan flestir jafnaldar hans eru að öngla saman fyrir fyrstu fartölvunni hefur gata verið nefnd eftir ungstirninu Justin Bieber. Ellefu ára gömul Texas-mær kom því í gegn þegar hún varð bæjarstjóri í smábænum Forney í Texas í einn dag.

Caroline Gonzales sigraði í keppni sem gaf henni kost á að verða bæjarstjóri í einn dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að nefna eina götu í bænum eftir poppstjörnunni. Í samtali við E! gaf Caroline mjög einfalda ástæðu fyrir athæfi sínu; hún einfaldlega elskaði Justin Bieber. Nafni götunnar var síðan breytt strax daginn eftir en Caroline bauð Bieber velkominn í heimsókn ef hann ætti leið hjá.

Bieber er ekki fyrsta poppstjarnan sem fær götu nefnda eftir sér; AC/DC á götu í Melbourne en íbúar Warren í Ohio nefndu heilan dal eftir söngvara Foo Fighters, Dave Grohl.

Ekki fer neinum sögum af viðbrögðum bæjarbúa við þessu uppátæki en líklegt má telja að þau hafi verið blendin. Bieber virðist nefnilega eiga sér nóg af hatursmönnum þótt aðdáendurnir séu eflaust fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×