Utan vallar: Krabbamein fótboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2011 11:30 Joey Barton, leikmaður Newcastle, liggur "sárþjáður” í grasinu eftir að andstæðingur kom við andlit hans. Það er algengt að sjá leikmenn gera meira úr meiðslum sínum en tilefni er til. Mynd/Nordic Photos/Getty Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn