Semja tónlist við Djúpið eftir Baltasar 17. ágúst 2011 09:00 Ben Frost og Daníel Bjarnason semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks en eðli málsins samkvæmt verður hún í dramatískum dúr. Fréttablaðið/GVA Tónskáldin Ben Frost og Daníel Bjarnason hafa verið ráðin til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en sagan um manninn sem sigraðist á hafinu hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson mun leika Guðlaug, en myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári. „Ég bjó erlendis þegar þetta gerðist og ætli ég hafi ekki fyrst heyrt söguna af Guðlaugi þegar ég sá einleikinn hans Jóns Atla, hann var mjög áhrifaríkur og magnaður," segir Daníel í samtali við Fréttablaðið, en Jón Atli skrifar einmitt handritið að myndinni. Daníel hefur ekki gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir en Frost hefur öllu meiri reynslu á því sviðinu, samdi meðal annars tónlistina í kvikmyndinni Rokland. Þá sömdu Frost og Daníel tónverk undir áhrifum frá kvikmynd Andrei Tarkovsky, Solaris, sem var flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil." Daníel viðurkennir jafnframt að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg." Daníel hefur í mörg horn að líta. Hann verður mikið að stjórna á þessu ári og er að semja fyrir tónleika í Los Angeles. Þá var hann að útsetja næstu plötu Sigur Rósar. Tónskáldið vill þó ekki gefa of mikið upp um hvað kom út úr því samstarfi. „Við höfum þekkst mjög lengi og það var mjög þægilegt að koma inn í þennan hóp. Ég hafði unnið með þeim eitt lag áður, sem var hugsað fyrir bíómynd. Þeir eru alltaf til í allt og reiðubúnir að prófa eitthvað nýtt." Hann staðfestir jafnframt að hljómsveitin sé að leita á ný mið á næstu plötu. „Fólk á alveg eftir að þekkja hljómsveitina en jú, þetta er skref í aðra átt." freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónskáldin Ben Frost og Daníel Bjarnason hafa verið ráðin til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en sagan um manninn sem sigraðist á hafinu hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson mun leika Guðlaug, en myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári. „Ég bjó erlendis þegar þetta gerðist og ætli ég hafi ekki fyrst heyrt söguna af Guðlaugi þegar ég sá einleikinn hans Jóns Atla, hann var mjög áhrifaríkur og magnaður," segir Daníel í samtali við Fréttablaðið, en Jón Atli skrifar einmitt handritið að myndinni. Daníel hefur ekki gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir en Frost hefur öllu meiri reynslu á því sviðinu, samdi meðal annars tónlistina í kvikmyndinni Rokland. Þá sömdu Frost og Daníel tónverk undir áhrifum frá kvikmynd Andrei Tarkovsky, Solaris, sem var flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil." Daníel viðurkennir jafnframt að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg." Daníel hefur í mörg horn að líta. Hann verður mikið að stjórna á þessu ári og er að semja fyrir tónleika í Los Angeles. Þá var hann að útsetja næstu plötu Sigur Rósar. Tónskáldið vill þó ekki gefa of mikið upp um hvað kom út úr því samstarfi. „Við höfum þekkst mjög lengi og það var mjög þægilegt að koma inn í þennan hóp. Ég hafði unnið með þeim eitt lag áður, sem var hugsað fyrir bíómynd. Þeir eru alltaf til í allt og reiðubúnir að prófa eitthvað nýtt." Hann staðfestir jafnframt að hljómsveitin sé að leita á ný mið á næstu plötu. „Fólk á alveg eftir að þekkja hljómsveitina en jú, þetta er skref í aðra átt." freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira