Á virkilega ekki að taka í taumana? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2011 08:00 Íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli. Hér er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í leiknum gegn Dönum í vor. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira