Hversu langt getur liðið sokkið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Eiður Smári Guðjohnsen var einn skásti leikmaður íslenska liðsins í gær en mátti oft ekki við margnum. Mynd/Nordic Photos/AFP Ólafur Jóhannesson þurfti að horfa upp á eina verstu frammistöðu íslenska landsliðsins undir sinni stjórn í gærkvöldi þegar Ungverjar unnu 4-0 stórsigur á íslenska landsliðinu í vináttulandsleik í Búdapest. Var þetta kannski eins og gamla stórveldi Ungverja væri að vakna úr dvala? Nei, svo var nú ekki því lítið mótstaða og ítrekuð mistök íslensku leikmannanna sáu til þess að heimamenn litu út eins og ein af betri knattspyrnuþjóðum Evrópu. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa. Ég er ekki viss um að segja að þetta hafi verið versti leikurinn undir minni stjórn en þetta var allavega versta tapið. Tölurnar eru stórar,“ sagði Ólafur eftir leikinn í gær. Íslenska liðið mætir með auman rassinn inn í lokaleiki sína í undankeppninni og er víst til að falla enn neðar á hinum umtalaða FIFA-lista bætist enn fleiri töp við á síðustu vikum Ólafs Jóhannessonar í landsliðsþjálfarastöðunni. „Það vantaði í okkar hóp hérna og þeir menn sem ég valdi fyrir þetta koma líklega allir inn aftur. Auðvitað verða einhverjar breytingar eins og alltaf eru á milli leikja.Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur þetta ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur mátt þola harða gagnrýni í nokkurn tíma enda hefur gengi liðsins verið afar slakt. Ólafur gat þó oftast í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega en svo var nú ekki í gær. „Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi,“ sagði Ólafur. Íslenska liðið átti nokkra ágæta spilakafla í fyrri hálfleiknum með þá Eið Smára Guðjohnsen og Birki Bjarnason í fararbroddi en liðinu gekk illa að skapa sér færi með Heiðar Helguson algjörlega týndan í fremstu víglínu. Heiðar gerði að auki slæm mistök þegar Ungverjarnir komust yfir á 32. mínútu. Heiðar átti þá slæma sendingu sem reyndist vera fyrirtaksstoðsending á Vladimir Koman sem lék upp að teignum og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar Gergely Rudolf slapp í gegn eftir skyndisókn, sólaði Stefán Loga Magnússon og skoraði af öryggi. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af smá krafti en önnur varnarmistök gáfu Ungverjum þriðja markið og eftir það var íslenska liðið sem lamað inn á vellinum á meðan heimamenn léku sér og gátu bætt við nokkrum mörkum. Það var þó bara eitt mark sem bættist við og er hægt að þakka markverðinum Stefáni Loga Magnússyni fyrir það. Það munar 74 sætum á Ungverjum og Íslendingum á Styrkleikalista FIFA og það má lesa milli línanna hjá forráðamönnum KSÍ að staða íslenska landsliðsins á listanum gefi nú ekki rétta mynd af styrk íslenska fótboltans. Í gærkvöld var gullið tækifæri til að opinbera vankanta heimslistans en þegar upp var staðið gengu íslensku landsliðsmennirnir niðurlútir af velli vitandi það að það er ekki tilviljun að íslenska landsliðið er í 121. sætinu. Það er löngu orðið ljóst að Ólafur Jóhannesson er að stýra sínum síðustu landsleikjum en í gærkvöld læddist einnig að manni sá grunur að nokkrir leikmenn liðsins væri einnig komnir á endastöð. Heiðar Helguson og Indriði Sigurðsson hreyfðust varla á vellinum og fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var örugglega manna fegnastur þegar hann var tekinn út af í seinni hálfleik. Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson þurfti að horfa upp á eina verstu frammistöðu íslenska landsliðsins undir sinni stjórn í gærkvöldi þegar Ungverjar unnu 4-0 stórsigur á íslenska landsliðinu í vináttulandsleik í Búdapest. Var þetta kannski eins og gamla stórveldi Ungverja væri að vakna úr dvala? Nei, svo var nú ekki því lítið mótstaða og ítrekuð mistök íslensku leikmannanna sáu til þess að heimamenn litu út eins og ein af betri knattspyrnuþjóðum Evrópu. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa. Ég er ekki viss um að segja að þetta hafi verið versti leikurinn undir minni stjórn en þetta var allavega versta tapið. Tölurnar eru stórar,“ sagði Ólafur eftir leikinn í gær. Íslenska liðið mætir með auman rassinn inn í lokaleiki sína í undankeppninni og er víst til að falla enn neðar á hinum umtalaða FIFA-lista bætist enn fleiri töp við á síðustu vikum Ólafs Jóhannessonar í landsliðsþjálfarastöðunni. „Það vantaði í okkar hóp hérna og þeir menn sem ég valdi fyrir þetta koma líklega allir inn aftur. Auðvitað verða einhverjar breytingar eins og alltaf eru á milli leikja.Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur þetta ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur mátt þola harða gagnrýni í nokkurn tíma enda hefur gengi liðsins verið afar slakt. Ólafur gat þó oftast í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega en svo var nú ekki í gær. „Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi,“ sagði Ólafur. Íslenska liðið átti nokkra ágæta spilakafla í fyrri hálfleiknum með þá Eið Smára Guðjohnsen og Birki Bjarnason í fararbroddi en liðinu gekk illa að skapa sér færi með Heiðar Helguson algjörlega týndan í fremstu víglínu. Heiðar gerði að auki slæm mistök þegar Ungverjarnir komust yfir á 32. mínútu. Heiðar átti þá slæma sendingu sem reyndist vera fyrirtaksstoðsending á Vladimir Koman sem lék upp að teignum og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar Gergely Rudolf slapp í gegn eftir skyndisókn, sólaði Stefán Loga Magnússon og skoraði af öryggi. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af smá krafti en önnur varnarmistök gáfu Ungverjum þriðja markið og eftir það var íslenska liðið sem lamað inn á vellinum á meðan heimamenn léku sér og gátu bætt við nokkrum mörkum. Það var þó bara eitt mark sem bættist við og er hægt að þakka markverðinum Stefáni Loga Magnússyni fyrir það. Það munar 74 sætum á Ungverjum og Íslendingum á Styrkleikalista FIFA og það má lesa milli línanna hjá forráðamönnum KSÍ að staða íslenska landsliðsins á listanum gefi nú ekki rétta mynd af styrk íslenska fótboltans. Í gærkvöld var gullið tækifæri til að opinbera vankanta heimslistans en þegar upp var staðið gengu íslensku landsliðsmennirnir niðurlútir af velli vitandi það að það er ekki tilviljun að íslenska landsliðið er í 121. sætinu. Það er löngu orðið ljóst að Ólafur Jóhannesson er að stýra sínum síðustu landsleikjum en í gærkvöld læddist einnig að manni sá grunur að nokkrir leikmenn liðsins væri einnig komnir á endastöð. Heiðar Helguson og Indriði Sigurðsson hreyfðust varla á vellinum og fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var örugglega manna fegnastur þegar hann var tekinn út af í seinni hálfleik.
Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira