Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 07:30 Ármann Smári spilaði síðast landsleik í 2-1 tapi gegn Skotum í apríl 2009. Mynd/Nordic photos/AFP Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira
Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira