Silkimjúkt indí-draumpopp 4. ágúst 2011 21:00 Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira