Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2011 07:00 Bjarni Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira