Annie Mist hraustasta kona í heimi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. ágúst 2011 08:00 Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. Mynd/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram." Íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram."
Íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira