Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist 31. júlí 2011 13:30 Bubbi Morthens segir Amy Winehouse hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og að hún hafi sparkað honum út í sálartónlistina. Mynd/Stefán Karlsson „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka
Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira