Sjö milljónir í mínus 29. júlí 2011 00:01 Það er leiðinlegt að festast í vef þjónustufyrirtækja og flækjast með fyrirspurnir sínar manna á milli án þess að fá lausnir. Ég hef þurft að ganga í gegnum það undanfarna daga. Fyrir rétt rúmri viku rak ég upp stór augu þegar ég las bankayfirlitið mitt. Á fyrirframgreiddu kreditkorti mínu höfðu verið færðar út sjö milljónir. Þrátt fyrir það hafði ég ekki keypt neitt svo dýru verði. Þessi umrædda færsla átti sér þó aðdraganda. Nokkrum dögum áður hafði ég farið til Kaupmannahafnar og notaði tækifærið meðan ég var erlendis og setti bílinn minn í viðgerð. Bíllinn hafði nefnilega tekið upp á því að fara ekki í gang, í tíma og ótíma. Kom þessi sérviska bílsins sér mjög illa eitt hádegi þegar hann stoppaði við stöðumæli í Reykjavík og vildi ómögulega ferja mig aftur í vinnuna. Þetta reyndist dýr hádegismatur. Þegar ég kom og náði í bílinn á verkstæði Toyota í Kópavogi eftir utanlandsferðina tók ekki betra við. Afgreiðslumaðurinn neitaði að gefa út reikning fyrir viðgerðinni þannig að ég afhenti honum fyrirframgreidda kortið mitt sem hann renndi. Var hann beðinn um að færa heimildina handvirkt og rekur þá augun í að hann er að rukka mig um sjö milljónir fyrir viðgerð sem var mun ódýrari. Hringdi afgreiðslumaðurinn í Borgun til að fá heimildina og ræddi við starfsmann þar nokkra stund. Heimildin var veitt og færði afgreiðslumaðurinn hana sæll og glaður inn í tölvuna. Segir hann svo hálfpartinn í gríni við mig að hann voni að hann hafi nú ekki fært sjö milljónir á kortið. Tveimur dögum seinna komst ég svo að því að það hafði í raun gerst. Sjö milljónir út af fyrirframgreiddu kreditkorti. Ég varð undrandi og hafði samband við afgreiðslumann hjá Toyota auk fleiri starfsmanna sem sögðu mér að mistökin væru ekki þeirra. Ég ætti að tala við Borgun. Borgun benti mér á að tala við bankann eða Toyota. Ég innti bankann líka eftir skýringum sem enn þá hafa ekki fengist. Fyrir rest voru sjö milljónirnar bakfærðar, reyndar fimm dögum seinna. Ég er þó enn steinhissa á þessari færslu og viðbrögðum þjónustustofnananna. Engin þeirra hefur gefið mér upplýsingar um hvernig hægt er að komast sjö milljónum yfir heimild á fyrirframgreiddu kreditkorti sem ég hafði þó hingað til haldið að væri öruggara en venjuleg kreditkort. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Það er leiðinlegt að festast í vef þjónustufyrirtækja og flækjast með fyrirspurnir sínar manna á milli án þess að fá lausnir. Ég hef þurft að ganga í gegnum það undanfarna daga. Fyrir rétt rúmri viku rak ég upp stór augu þegar ég las bankayfirlitið mitt. Á fyrirframgreiddu kreditkorti mínu höfðu verið færðar út sjö milljónir. Þrátt fyrir það hafði ég ekki keypt neitt svo dýru verði. Þessi umrædda færsla átti sér þó aðdraganda. Nokkrum dögum áður hafði ég farið til Kaupmannahafnar og notaði tækifærið meðan ég var erlendis og setti bílinn minn í viðgerð. Bíllinn hafði nefnilega tekið upp á því að fara ekki í gang, í tíma og ótíma. Kom þessi sérviska bílsins sér mjög illa eitt hádegi þegar hann stoppaði við stöðumæli í Reykjavík og vildi ómögulega ferja mig aftur í vinnuna. Þetta reyndist dýr hádegismatur. Þegar ég kom og náði í bílinn á verkstæði Toyota í Kópavogi eftir utanlandsferðina tók ekki betra við. Afgreiðslumaðurinn neitaði að gefa út reikning fyrir viðgerðinni þannig að ég afhenti honum fyrirframgreidda kortið mitt sem hann renndi. Var hann beðinn um að færa heimildina handvirkt og rekur þá augun í að hann er að rukka mig um sjö milljónir fyrir viðgerð sem var mun ódýrari. Hringdi afgreiðslumaðurinn í Borgun til að fá heimildina og ræddi við starfsmann þar nokkra stund. Heimildin var veitt og færði afgreiðslumaðurinn hana sæll og glaður inn í tölvuna. Segir hann svo hálfpartinn í gríni við mig að hann voni að hann hafi nú ekki fært sjö milljónir á kortið. Tveimur dögum seinna komst ég svo að því að það hafði í raun gerst. Sjö milljónir út af fyrirframgreiddu kreditkorti. Ég varð undrandi og hafði samband við afgreiðslumann hjá Toyota auk fleiri starfsmanna sem sögðu mér að mistökin væru ekki þeirra. Ég ætti að tala við Borgun. Borgun benti mér á að tala við bankann eða Toyota. Ég innti bankann líka eftir skýringum sem enn þá hafa ekki fengist. Fyrir rest voru sjö milljónirnar bakfærðar, reyndar fimm dögum seinna. Ég er þó enn steinhissa á þessari færslu og viðbrögðum þjónustustofnananna. Engin þeirra hefur gefið mér upplýsingar um hvernig hægt er að komast sjö milljónum yfir heimild á fyrirframgreiddu kreditkorti sem ég hafði þó hingað til haldið að væri öruggara en venjuleg kreditkort.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun