Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 07:00 Elfar Freyr kom ekki til móts við Blika á mánudag líkt og talað var um að hann ætti að gera. fréttablaðið/hag Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira