Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 09:00 Draumurinn rættist Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovic gerðu á sínum tíma. Mynd/Ajax.nl „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira