Ágreiningur um byggðaáherslurnar 21. júní 2011 05:00 fiskveiðar Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. fréttablaðið/jón sigurður ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira