Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana Edda Garðarsdóttir skrifar 11. júní 2011 08:00 Edda Garðarsdóttir. Mynd/Anton Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira