Svo skal böl bæta… Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu „þeim" að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft „núna búnir að einhverju": „Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…" Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…" Frelsi í pokaÍ bók Þrastar Helgasonar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson er saga um frelsið og Íslendinga. Bókmenntafræðingurinn Þröstur vill ræða við Birgi um það hvernig hann sé að „rannsaka og afbyggja" goðsagnir um íslenska menningu en Birgir svarar eins og sannur íslenskur karlkyns myndlistarmaður sem fæddur er fyrir sjónvarpsöld – segir sögu af kalli: „Ég lenti einhvern tímann í því að fara með Helga frá Grund, sem bjó á Blindraheimilinu, til systur hans, Beggu. Hún átti heima rétt hjá Blindró. Hann var svo stirður að ég var örugglega kortér að draga hann leið sem ég gat verið þrjár mínútur að ganga sjálfur. Síðan kom karlinn heim og fór að segja okkur að kerlingarnar kæmu mikið út á tröppur og töluðu um það hvað hann væri lepur. Ég sagði við mömmu að ég skildi ekkert í því hvers vegna Helgi væri að tala um hvað hann væri lepur því að svo þyrfti ég að draga hann þarna til Beggu sestur. Farið var í árlegar sumarferðir, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustur. Við tjölduðum á túni í bænum. Þar voru einhverjir krakkar að flækjast með strigapoka sem Helgi fékk lánaðan. Karlinn fór ofan í strigapokann og í pokahlaup. Hann var eins og statt naut þegar þurfti að labba á milli húsa í bænum en þarna hoppaði hann í strigapokanum eins og krakki, menn voru helst hræddir um að hann myndi hoppa ofan í skurð. Hann var loksins frjáls þegar hann var kominn ofan í poka. Íslensk menning er kannski strigapoki, þegar maður fer ofan í hann þá hoppar maður og djöflast." Svo skal böl bæta…Íslendingar játa ást sína á frelsinu en vita ekki alveg hvernig maður hagar sér frjáls. Þegar hömlum var aflétt af viðskiptum héldu margir ungir Íslendingar að þar með hefði verið gefin út heimild til gripdeilda – gott ef þau lærðu ekki klækina í Háskólunum. Eftir svo hörmulega reynslu af frelsinu vex bannfólki mjög ásmegin. Það sést á ýmsu: Til dæmis eru uppi raddir um að herða reykingabann enn. Raunar má segja að reykingabannið hafi nú þegar orðið til þess að mun meiri ami er að reykingafólki á almannafæri en nokkru sinni fyrr – maður sér stundum illa á sig komið fólk þar á miðjum Laugaveginum fyrir utan barina á venjulegum dögum eins og boðflennur í veruleikanum – til að reykja. Rætt er um að læknar skuli gefa út lyfseðla handa reykingafólki. Skyldi það samrýmast Hippókratesareiðnum? Er ekki hlutverk lækna að lækna fólk en ekki að gefa því krabbameinsvaldandi efni? Er ekki kominn tími til að hætta að líta á lækna sem dópsala? Og nú hyggst Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra albanna áfengisauglýsingar. Svo skal böl bæta að bíða annað verra, kvað Grettir. Út úr því sneri Megas af alkunnri snilli en Ögmundur og skoðanasystkini hans virðast starfa eftir leiðarljósinu: Svo skal böl bæta að hafa það bara bannað. Í sjálfu sér er það gott að ráðast til atlögu við þann tvískinnung sem of lengi hefur verið látinn líðast varðandi áfengisauglýsingar: þann sið að skrifað sé „léttöl" einhvers staðar hálfósýnilegum stöfum. Svona daglegar auglýsingar sem byggja á óheilindum eru til þess fallnar að grafa undan almennu siðgæði í samfélaginu; börnin alast þá upp við að sum bönn séu þess eðlis að engin ástæða sé til að fara eftir þeim og að í lagi sé að ljúga þegar það hentar; almennt og samþykkt virðingarleysi fyrir lögum og reglugerðum breiðist síðan út og verður að viðurkenndri hegðun. En fólk sem fer ekki eftir lögum og reglum en vill sjálft fá að vega slíkt og meta – slíkt fólk kann ekki alveg að vera frjálst. Áfengisauglýsingar eru vissulega viðkvæmt mál hér á landi því að drykkjusýki hefur um aldir verið þjóðarsjúkdómur. En á að miða stefnuna einungis við þá sjúku? Í auglýsingunum er neysla áfengis vissulega fegruð og eflaust sýnd í geðslegra ljósi en efni standa til en þær hafa þó þann kost að þar sést ódrukkið fólk neyta áfengis. Á bjórbannárunum var slíkt ekki algeng sjón hér á landi. Augljóst er að auknu frjálsræði hafa fylgt betri umgengnishættir við þennan vímugjafa. Eftir því sem áfengið er sýnilegra missir það aðlöðunarmátt hins forboðna – er afhelgað. Verði bann innanríkisráðherra að veruleika er jafnvel rætt um að ekki megi lengur stilla út tegundum í búðum heldur verði aftur tekinn upp sá siður að kúnninn ryður út úr sér tegundunum við afgreiðslumanninn sem fer svo á bakvið og setur í svartan poka hinn viðurstyggilega varning og kúnninn hraðar sér skömmustulegur á braut til að hvolfa svo í sig innihaldinu á sem skemmstum tíma. Svona var þetta í gamla daga: áfengi var leið til að komast í öngvit. Ögmundur er bannmaður. Kannski að hann sé að hugsa um að banna aftur bjórinn? Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hugmyndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu „þeim" að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft „núna búnir að einhverju": „Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…" Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…" Frelsi í pokaÍ bók Þrastar Helgasonar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson er saga um frelsið og Íslendinga. Bókmenntafræðingurinn Þröstur vill ræða við Birgi um það hvernig hann sé að „rannsaka og afbyggja" goðsagnir um íslenska menningu en Birgir svarar eins og sannur íslenskur karlkyns myndlistarmaður sem fæddur er fyrir sjónvarpsöld – segir sögu af kalli: „Ég lenti einhvern tímann í því að fara með Helga frá Grund, sem bjó á Blindraheimilinu, til systur hans, Beggu. Hún átti heima rétt hjá Blindró. Hann var svo stirður að ég var örugglega kortér að draga hann leið sem ég gat verið þrjár mínútur að ganga sjálfur. Síðan kom karlinn heim og fór að segja okkur að kerlingarnar kæmu mikið út á tröppur og töluðu um það hvað hann væri lepur. Ég sagði við mömmu að ég skildi ekkert í því hvers vegna Helgi væri að tala um hvað hann væri lepur því að svo þyrfti ég að draga hann þarna til Beggu sestur. Farið var í árlegar sumarferðir, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustur. Við tjölduðum á túni í bænum. Þar voru einhverjir krakkar að flækjast með strigapoka sem Helgi fékk lánaðan. Karlinn fór ofan í strigapokann og í pokahlaup. Hann var eins og statt naut þegar þurfti að labba á milli húsa í bænum en þarna hoppaði hann í strigapokanum eins og krakki, menn voru helst hræddir um að hann myndi hoppa ofan í skurð. Hann var loksins frjáls þegar hann var kominn ofan í poka. Íslensk menning er kannski strigapoki, þegar maður fer ofan í hann þá hoppar maður og djöflast." Svo skal böl bæta…Íslendingar játa ást sína á frelsinu en vita ekki alveg hvernig maður hagar sér frjáls. Þegar hömlum var aflétt af viðskiptum héldu margir ungir Íslendingar að þar með hefði verið gefin út heimild til gripdeilda – gott ef þau lærðu ekki klækina í Háskólunum. Eftir svo hörmulega reynslu af frelsinu vex bannfólki mjög ásmegin. Það sést á ýmsu: Til dæmis eru uppi raddir um að herða reykingabann enn. Raunar má segja að reykingabannið hafi nú þegar orðið til þess að mun meiri ami er að reykingafólki á almannafæri en nokkru sinni fyrr – maður sér stundum illa á sig komið fólk þar á miðjum Laugaveginum fyrir utan barina á venjulegum dögum eins og boðflennur í veruleikanum – til að reykja. Rætt er um að læknar skuli gefa út lyfseðla handa reykingafólki. Skyldi það samrýmast Hippókratesareiðnum? Er ekki hlutverk lækna að lækna fólk en ekki að gefa því krabbameinsvaldandi efni? Er ekki kominn tími til að hætta að líta á lækna sem dópsala? Og nú hyggst Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra albanna áfengisauglýsingar. Svo skal böl bæta að bíða annað verra, kvað Grettir. Út úr því sneri Megas af alkunnri snilli en Ögmundur og skoðanasystkini hans virðast starfa eftir leiðarljósinu: Svo skal böl bæta að hafa það bara bannað. Í sjálfu sér er það gott að ráðast til atlögu við þann tvískinnung sem of lengi hefur verið látinn líðast varðandi áfengisauglýsingar: þann sið að skrifað sé „léttöl" einhvers staðar hálfósýnilegum stöfum. Svona daglegar auglýsingar sem byggja á óheilindum eru til þess fallnar að grafa undan almennu siðgæði í samfélaginu; börnin alast þá upp við að sum bönn séu þess eðlis að engin ástæða sé til að fara eftir þeim og að í lagi sé að ljúga þegar það hentar; almennt og samþykkt virðingarleysi fyrir lögum og reglugerðum breiðist síðan út og verður að viðurkenndri hegðun. En fólk sem fer ekki eftir lögum og reglum en vill sjálft fá að vega slíkt og meta – slíkt fólk kann ekki alveg að vera frjálst. Áfengisauglýsingar eru vissulega viðkvæmt mál hér á landi því að drykkjusýki hefur um aldir verið þjóðarsjúkdómur. En á að miða stefnuna einungis við þá sjúku? Í auglýsingunum er neysla áfengis vissulega fegruð og eflaust sýnd í geðslegra ljósi en efni standa til en þær hafa þó þann kost að þar sést ódrukkið fólk neyta áfengis. Á bjórbannárunum var slíkt ekki algeng sjón hér á landi. Augljóst er að auknu frjálsræði hafa fylgt betri umgengnishættir við þennan vímugjafa. Eftir því sem áfengið er sýnilegra missir það aðlöðunarmátt hins forboðna – er afhelgað. Verði bann innanríkisráðherra að veruleika er jafnvel rætt um að ekki megi lengur stilla út tegundum í búðum heldur verði aftur tekinn upp sá siður að kúnninn ryður út úr sér tegundunum við afgreiðslumanninn sem fer svo á bakvið og setur í svartan poka hinn viðurstyggilega varning og kúnninn hraðar sér skömmustulegur á braut til að hvolfa svo í sig innihaldinu á sem skemmstum tíma. Svona var þetta í gamla daga: áfengi var leið til að komast í öngvit. Ögmundur er bannmaður. Kannski að hann sé að hugsa um að banna aftur bjórinn? Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hugmyndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun