Verjum Vallarstræti 3. júní 2011 08:00 Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar