Golf

Vertíðin hefst á Garðavelli í dag

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Hlynur Geir varð stigameistari á móta-röðinni í fyrra.
Hlynur Geir varð stigameistari á móta-röðinni í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Garðarsson
Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið.

Hlynur Geir Hjartarson úr GK varð stigameistari í fyrra í karlaflokknum og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefur titil að verja í kvennaflokknum.

Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson er ekki á meðal keppenda en hann er að keppa í Belgíu. Góð þátttaka er á mótinu, um 140 kylfingar, og stigameistarar síðasta árs eru að sjálfsögðu á meðal keppenda.

Golfsambandið mun leggja mikla áherslu á að miðla upplýsingum um gang mála í keppninni á vefnum og er hægt að fylgjast með skori keppenda í farsímum á slóðinni golf.is/skor eða m.golf.is/skor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×