Túnin verr farin en menn bjuggust við 27. maí 2011 07:00 Gosið á síðustu metrunum. Ástandið á túnum austan Kirkjubæjarklausturs er krítískt og útlit fyrir heyskap svartara en vonast var til. Fjárdauði ekki óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. Hreinsunarstarf hafið af krafti. „Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira