Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst 23. maí 2011 03:30 Ótal eldingar sáust í gosmekkinum í gær. Hann sést hér frá Vatnajökli, en jeppamenn óku upp á jökulinn og komust nálægt eldstöðinni. Mynd/jón ólafur magnússon Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb Helstu fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb
Helstu fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira