Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið 23. maí 2011 06:00 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira