Forrík hjólabrettagoðsögn og hvers manns hugljúfi 14. maí 2011 16:00 xx Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira