Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2011 07:00 Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjánsdóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. Fréttablaðið/Daníel Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.” Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.”
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira