Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2011 07:00 Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjánsdóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. Fréttablaðið/Daníel Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.” Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.”
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn