Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns 13. maí 2011 04:30 rangt að hækka skatta í miðri kreppu Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að allt hefði átt að gera til að koma fólki í vinnu. Þess í stað hafi bótakerfið verið styrkt og álögur á fyrirtæki verið auknar. Afleiðingin verði sú að atvinnuleysi aukist. Fréttablaðið/Anton Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira