Lífið

Margrét skrifar ævisögu Ellýjar

Einstök söngkona Margrét Blöndal skrifar nú ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands. Ellý er fyrir miðju ásamt þeim Ragnari Bjarnasyni og Þuríði Sigurðardóttur.F51110511 Blöndal
Einstök söngkona Margrét Blöndal skrifar nú ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands. Ellý er fyrir miðju ásamt þeim Ragnari Bjarnasyni og Þuríði Sigurðardóttur.F51110511 Blöndal
Margrét Blöndal, útvarpskonan góðkunna af Rás 2, hefur síðastliðna tvo mánuði unnið að gerð ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands.

Ævisaga bróður Ellýjar, Vilhjálms Vilhjálmssonar, eftir Jón Ólafsson kom út fyrir tveimur árum.

„Þetta er okkar fremsta og dáðasta söngkona og þetta er þvílíkt ævintýri að takast á við,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir því við að þetta sé jafnframt vandasamt því Ellý hafi alla tíð verið ákaflega annt um sitt einkalíf og viljað halda því útaf fyrir sig.

„Og maður stekkur ekkert af stað með fólk sem hélt lífi sínu algjörlega fyrir sig.“ Margrét hefur verið að viða að sér heimildum, hefur rætt við fólk sem vann með Ellý og fær jafnframt aðganga að kössum sem synir söngkonunnar, Nökkvi og Máni Svavarssynir, hafa passað. „Hvað kemur upp úr þeim kössum verður síðan bara að koma í ljós.“

Ellý átti ótrúlegan feril sem söngkona og Margrét segir að hún hafi heillað fólk upp úr skónum um leið og hún steig á svið. „Hún var óskaplega falleg, með þessa fallegu rödd og hún varð stjarna án þess að gera nokkuð í því.“

Margrét segir stefnt að því að bókin komi út í nóvember en það er útgáfufélagið Sena sem stendur að útgáfunni.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×