Lífið

Harrelson í hasar

Woody Harrelson kann greinilega vel við hasarinn en hér er hann í Zombieland.
Woody Harrelson kann greinilega vel við hasarinn en hér er hann í Zombieland.
Woody Harrelson hefur samþykkt að leika í hasar/drama-kvikmyndinni The Hunger Games eftir leikstjóra Seabiscuit, Gary Ross. Myndin er byggð á samnefndri bók Suzanne Collins sem notið hefur mikilla vinsælda og segir frá ansi blóðugri keppni þar sem verðlaunin eru lífið sjálft.

Harrelson mun leika Haymitch Abernathy, drykkfelldan keppanda sem hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ.

Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Elizabeth Banks, Liam Hemsworth og Stanley Tucci en aðalhlutverkin verða í höndunum á Josh Hutcherson og Jennifer Lawrence.

Harrelson hefur smám saman verið að koma ferli sínum aftur á réttan kjöl eftir smá brotsjó og leikur á næstunni í kvikmyndunum Friends with Benefits með þeim Milu Kunis, Justin Timberlake og Rampart. The Hunger Games er væntanleg í kvikmyndahús 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×