Er orðinn eftirsóttur hjá norrænum röppurum 11. maí 2011 07:45 starfar með norrænum röppurum Erpur hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síðkastið. Hann stígur á svið á Norðurlöndunum í sumar. fréttablaðið/pjetur Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blazroca, hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síðkastið. Stutt er síðan hann tók upp nýtt lag með Kaptein På Skuta frá Þrándheimi. „Hann er mjög skemmtilegur. Hann er pólitískur og töff,“ segir Erpur. „Ég var að taka þennan íslenska status út frá konseptinu í því lagi, um það hvernig kúkalabbarnir á Íslandi eru að drulla í sig.“ Kaptein På Skuta hefur verið duglegur að gefa út lög í gegnum tíðina í samstarfi við aðra rappara en óvíst er hvenær lagið með Erpi kemur út. Hann fékk taktinn sendan frá Noregi í gegnum netið og rappaði síðan sjálfur ofan í hann með aðstoð upptökustjórans Gula drekans sem vann einnig með Erpi í laginu Elskum þessar mellur. Erpur vann á sínum tíma með norrænum röppurum í tengslum við hljómsveitina Hæstu hendina og þar áður á fyrstu Rottweiler-plötunni. Að undanförnu hefur hann rappað inn á lög með ýmsum aðilum en mest frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Vinsælasta hiphop-tímarit Norðurlanda, Kingsize, tók viðtal við hann og svo virðist sem Erpur sé orðið frekar þekkt nafn í norræna rappheiminum. „Það er gaman af því að allt í einu er þetta lið að fylgjast með manni. Ég hef ekkert verið í þessu: „að reyna að meika það í útlöndum-rúnki“ og það er fyndið að þetta gerist svona sjálfkrafa,“ segir Erpur, sem hefur fengið boð um að spila í Noregi, Svíþjóð og í Danmörku í sumar. „Það er rosalega gaman að spila fyrir nýtt fólk. Maður getur alveg farið á Hofsós og tekið góða tónleika en það er líka gaman að heyra ný hljóð og ný sánd, tékka á senunni og vinna með erlendu liði.“ Rapparinn hefur einnig í nógu að snúast hér heima í sumar. Hann er nýbúinn að klára sumarfríið sitt og núna fer allt á fullt. „Þetta verður rosalega gott sumar og það verður gaman að fylgja plötunni eftir,“ segir hann og á þar við sólóplötuna Kópacabana sem hefur selst í um fjögur þúsund eintökum. „Það er stórkostlegt miðað við hvað er að gerast í tónlistarbransanum, sérstaklega hjá þeim hópi sem er að hlusta á rapp.“ Blazrocka kemur svo við sögu á væntanlegri plötu rapparans Emmsjé Gauta í laginu Hemmi Gunn. Þrátt fyrir nafnið fjallar það ekki beint um útvarpsmanninn hressa. „Það fjallar meira um hvernig hann rúllar. Þetta er frekar í hans anda og fjallar um það að vera með „mad swag“ (flotta útgeislun).“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blazroca, hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síðkastið. Stutt er síðan hann tók upp nýtt lag með Kaptein På Skuta frá Þrándheimi. „Hann er mjög skemmtilegur. Hann er pólitískur og töff,“ segir Erpur. „Ég var að taka þennan íslenska status út frá konseptinu í því lagi, um það hvernig kúkalabbarnir á Íslandi eru að drulla í sig.“ Kaptein På Skuta hefur verið duglegur að gefa út lög í gegnum tíðina í samstarfi við aðra rappara en óvíst er hvenær lagið með Erpi kemur út. Hann fékk taktinn sendan frá Noregi í gegnum netið og rappaði síðan sjálfur ofan í hann með aðstoð upptökustjórans Gula drekans sem vann einnig með Erpi í laginu Elskum þessar mellur. Erpur vann á sínum tíma með norrænum röppurum í tengslum við hljómsveitina Hæstu hendina og þar áður á fyrstu Rottweiler-plötunni. Að undanförnu hefur hann rappað inn á lög með ýmsum aðilum en mest frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Vinsælasta hiphop-tímarit Norðurlanda, Kingsize, tók viðtal við hann og svo virðist sem Erpur sé orðið frekar þekkt nafn í norræna rappheiminum. „Það er gaman af því að allt í einu er þetta lið að fylgjast með manni. Ég hef ekkert verið í þessu: „að reyna að meika það í útlöndum-rúnki“ og það er fyndið að þetta gerist svona sjálfkrafa,“ segir Erpur, sem hefur fengið boð um að spila í Noregi, Svíþjóð og í Danmörku í sumar. „Það er rosalega gaman að spila fyrir nýtt fólk. Maður getur alveg farið á Hofsós og tekið góða tónleika en það er líka gaman að heyra ný hljóð og ný sánd, tékka á senunni og vinna með erlendu liði.“ Rapparinn hefur einnig í nógu að snúast hér heima í sumar. Hann er nýbúinn að klára sumarfríið sitt og núna fer allt á fullt. „Þetta verður rosalega gott sumar og það verður gaman að fylgja plötunni eftir,“ segir hann og á þar við sólóplötuna Kópacabana sem hefur selst í um fjögur þúsund eintökum. „Það er stórkostlegt miðað við hvað er að gerast í tónlistarbransanum, sérstaklega hjá þeim hópi sem er að hlusta á rapp.“ Blazrocka kemur svo við sögu á væntanlegri plötu rapparans Emmsjé Gauta í laginu Hemmi Gunn. Þrátt fyrir nafnið fjallar það ekki beint um útvarpsmanninn hressa. „Það fjallar meira um hvernig hann rúllar. Þetta er frekar í hans anda og fjallar um það að vera með „mad swag“ (flotta útgeislun).“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira