Góðir siðir og vondir Jónína Michaelsdóttir skrifar 10. maí 2011 07:00 Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki. Ekki glittir í íslensku drýldnina og hofmóðinn, aðeins þakklæti, auðmýkt og einlæga hrifningu. Og léttir. Loksins geta okkar frábæru tónlistarmenn raunverulega notið sín hér á landi, sem og erlendir listamenn sem hafa áratugum saman heiðrað okkur með því að koma hingað og flytja sína tónlist, þó þeir yrðu að gera það í húsakynninum sem voru byggð undir aðra starfsemi. Og í framhaldi af því er allt í einu komið sumar, öllum að óvörum. Meira að segja veðurfræðingum. Og þetta var góð helgi. Sólin breytir öllu. Karlinn á kassanumÞað eru ekki alltaf sólskinsskrif sem maður rekst á ef maður fer inn á netið, þó að það sé til. Áður fyrr stóð stundum karl uppi á kassa á Lækjartorgi með hnefann á lofti og fékk útrás fyrir allt sem honum mislíkaði eða vildi breyta. Hann talaði hátt og sparaði ekki lýsingarorðin. Karlinn á kassanum var hluti af stemningunni í miðbænum, rétt eins og Hjálpræðisherinn sem söng og prédikaði á sama stað. Þetta var náttúrlega ekkert lögbundið. Hver sem var hefði getað rölt með kassa ofan í bæ, tyllt sér upp á hann og hafið upp raust sína. Manni þótti þetta eins og hvert annað skemmtilegt fyrirbæri þegar maður var krakki, hlustaði ekkert á hvað maðurinn sagði, horfði bara á tilburðina. Í dag myndi þessi maður vera virkur í blogginu og ekki láta sig vanta ef boðið væri upp á mótmælafund. Jafnvel þó að hann vissi ekki hverju væri verið að mótmæla. ÓsiðirMér finnst margir tala um að gengisfall á mannasiðum og orðfæri eigi að verulegu leyti rætur á blogginu. Ögrandi og rætin skrif sem beinast að tilteknum einstaklingum, fá klapp frá fjölda manns og skrifarinn færist í aukana. Finnst þetta vitna um að hann sé greinilega á réttri leið. Aðrir sjá hvað þetta er vinsælt og taka upp sama orðfæri og jafnvel óheflaðra. Yfirleitt er það þannig að þegar margir hafa um nokkurn tíma tileinkað sér tiltekinn talsmáta, þá festist hann í sessi. Um það vitna algeng lýsingarorð sem fyrir löngu hafa fengið andstæða merkingu: ógeðslegt, geðveikt, geggjað, truflað. Þessi orð eru hugsunarlaust notuð yfir það sem er fallegast og best. En þetta er saklaust miðað við það þegar farið er að klína ónefnum á annað fólk í því augnamiði að gera lítið úr því. Ekki síst þegar um eða að ræða fólk sem þjóðin hefur valið sérstaklega á Alþingi Íslendinga. Alþingismenn og ráðherrar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Það getur verið skapmikið, og breyskt á ýmsum sviðum, en í störfum sínum og samskiptum við annað fólk ber því að haga sér eins og siðuðu fólki. Uppnefni og ávirðingar gengisfella þá sjálfa, ekki þá sem þeir vilja gera lítið úr. En nú er semsagt komið sumar. Bjartar nætur og betra skap. Tilvalinn tími til að gefa neikvæðni og önuglyndi frí. Helst varanlegt frí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki. Ekki glittir í íslensku drýldnina og hofmóðinn, aðeins þakklæti, auðmýkt og einlæga hrifningu. Og léttir. Loksins geta okkar frábæru tónlistarmenn raunverulega notið sín hér á landi, sem og erlendir listamenn sem hafa áratugum saman heiðrað okkur með því að koma hingað og flytja sína tónlist, þó þeir yrðu að gera það í húsakynninum sem voru byggð undir aðra starfsemi. Og í framhaldi af því er allt í einu komið sumar, öllum að óvörum. Meira að segja veðurfræðingum. Og þetta var góð helgi. Sólin breytir öllu. Karlinn á kassanumÞað eru ekki alltaf sólskinsskrif sem maður rekst á ef maður fer inn á netið, þó að það sé til. Áður fyrr stóð stundum karl uppi á kassa á Lækjartorgi með hnefann á lofti og fékk útrás fyrir allt sem honum mislíkaði eða vildi breyta. Hann talaði hátt og sparaði ekki lýsingarorðin. Karlinn á kassanum var hluti af stemningunni í miðbænum, rétt eins og Hjálpræðisherinn sem söng og prédikaði á sama stað. Þetta var náttúrlega ekkert lögbundið. Hver sem var hefði getað rölt með kassa ofan í bæ, tyllt sér upp á hann og hafið upp raust sína. Manni þótti þetta eins og hvert annað skemmtilegt fyrirbæri þegar maður var krakki, hlustaði ekkert á hvað maðurinn sagði, horfði bara á tilburðina. Í dag myndi þessi maður vera virkur í blogginu og ekki láta sig vanta ef boðið væri upp á mótmælafund. Jafnvel þó að hann vissi ekki hverju væri verið að mótmæla. ÓsiðirMér finnst margir tala um að gengisfall á mannasiðum og orðfæri eigi að verulegu leyti rætur á blogginu. Ögrandi og rætin skrif sem beinast að tilteknum einstaklingum, fá klapp frá fjölda manns og skrifarinn færist í aukana. Finnst þetta vitna um að hann sé greinilega á réttri leið. Aðrir sjá hvað þetta er vinsælt og taka upp sama orðfæri og jafnvel óheflaðra. Yfirleitt er það þannig að þegar margir hafa um nokkurn tíma tileinkað sér tiltekinn talsmáta, þá festist hann í sessi. Um það vitna algeng lýsingarorð sem fyrir löngu hafa fengið andstæða merkingu: ógeðslegt, geðveikt, geggjað, truflað. Þessi orð eru hugsunarlaust notuð yfir það sem er fallegast og best. En þetta er saklaust miðað við það þegar farið er að klína ónefnum á annað fólk í því augnamiði að gera lítið úr því. Ekki síst þegar um eða að ræða fólk sem þjóðin hefur valið sérstaklega á Alþingi Íslendinga. Alþingismenn og ráðherrar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Það getur verið skapmikið, og breyskt á ýmsum sviðum, en í störfum sínum og samskiptum við annað fólk ber því að haga sér eins og siðuðu fólki. Uppnefni og ávirðingar gengisfella þá sjálfa, ekki þá sem þeir vilja gera lítið úr. En nú er semsagt komið sumar. Bjartar nætur og betra skap. Tilvalinn tími til að gefa neikvæðni og önuglyndi frí. Helst varanlegt frí.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun