Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2011 08:00 Mynd/Arnþór Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Íþróttir Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf.
Íþróttir Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira