Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir 21. apríl 2011 08:00 Selt! Hrafnabjörg við Eyjafjörð er eitt glæsilegasta hús landsins. Það fór á sölu í síðustu viku, en Jóhannes Jónsson í Bónus bjó í húsinu þegar það var í eigu eignarhaldsfélagsins Gaums. Húsið seldist á tæpar 200 milljónir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
„Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira