Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Cristiano Ronaldo. Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld. "Það hefur ekki verið svona stór leikur á Santiago Bernabeu í langan tíma og það er eðlilegt að hugsa ekki um neitt annað en þennan leik," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn, þar sem hann velti vöngum um að fara gegn ráðum læknaliðs síns og tefla Ronaldo fram í leiknum. Þegar er ljóst að Karim Benzema verður ekki með og þá eru þeir Angel di Maria og Marcelo í kapphlaupi eins og Ronaldo um að verða leikfærir fyrir kvöldið. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, þarf einnig að taka stóra ákvörðun um hvað hann ætlar að gera með Gareth Bale, sem er eins og Ronaldo að ná sér eftir tognun aftan í læri. Bale hefur lítið spilað frá því í janúar því áður var hann meiddur í baki. "Bale er frábær íþróttamaður og ég horfði á hann hlaupa á föstudaginn þegar hann sagðist vera aðeins á 70 prósenta hraða en leit út fyrir að geta flogið. Hann leit út eins og Carl Lewis," sagði Harry Redknapp. Bale er staðráðinn í að spila og viss um að hann mæti Ronaldo í kvöld. "Ég mun biðja hann um treyjuna eftir leikinn. Ég hef alltaf fylgst með honum og reynt að læra af honum. Við erum líkir leikmenn hvað varðar kraft og hraða. Ég sé hann gera hluti og reyni að leika þá eftir," sagði Bale. Hinn leikur kvöldsins er á milli Evrópumeistara Inter Milan og Schalke. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld. "Það hefur ekki verið svona stór leikur á Santiago Bernabeu í langan tíma og það er eðlilegt að hugsa ekki um neitt annað en þennan leik," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn, þar sem hann velti vöngum um að fara gegn ráðum læknaliðs síns og tefla Ronaldo fram í leiknum. Þegar er ljóst að Karim Benzema verður ekki með og þá eru þeir Angel di Maria og Marcelo í kapphlaupi eins og Ronaldo um að verða leikfærir fyrir kvöldið. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, þarf einnig að taka stóra ákvörðun um hvað hann ætlar að gera með Gareth Bale, sem er eins og Ronaldo að ná sér eftir tognun aftan í læri. Bale hefur lítið spilað frá því í janúar því áður var hann meiddur í baki. "Bale er frábær íþróttamaður og ég horfði á hann hlaupa á föstudaginn þegar hann sagðist vera aðeins á 70 prósenta hraða en leit út fyrir að geta flogið. Hann leit út eins og Carl Lewis," sagði Harry Redknapp. Bale er staðráðinn í að spila og viss um að hann mæti Ronaldo í kvöld. "Ég mun biðja hann um treyjuna eftir leikinn. Ég hef alltaf fylgst með honum og reynt að læra af honum. Við erum líkir leikmenn hvað varðar kraft og hraða. Ég sé hann gera hluti og reyni að leika þá eftir," sagði Bale. Hinn leikur kvöldsins er á milli Evrópumeistara Inter Milan og Schalke.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira