Lífið

Sænskir blaðamenn bítast um hlutverk

Rooney Mara
Rooney Mara
Fréttamenn sænska ríkissjónvarpsins bítast nú innbyrðis um lítið aukahlutverk í amerísku útgáfunni af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Um 100 blaðamenn SVT sóttu um að komast á hvíta tjaldið og láta ljós sitt skína en aðstandendur myndarinnar bjuggust ekki við svo góðum viðtökum.

Tökum lýkur senn í Stokkhólmi en mikil leynd er yfir þeim og hefur leikaraliðið, Daniel Craig, Robin Wright og Stellan Skarsgård, farið huldu höfði.

Hin lítt þekkta leikkona Rooney Mara sem fer með hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander sást þó spóka sig nýverið í sænsku vorsólinni svarthærð, föl og flúruð. Frumsýning er áætluð í desember á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×