Lífið

Jodie Foster stendur með Gibson

Styður sinn mann Jodie Foster stendur þétt við bakið á Mel Gibson og lýsti því yfir á kvikmyndahátíð nýverið að hann væri besti samstarfsfélagi sem völ væri á. Foster leikstýrir honum í kvikmyndinni The Beaver.
Styður sinn mann Jodie Foster stendur þétt við bakið á Mel Gibson og lýsti því yfir á kvikmyndahátíð nýverið að hann væri besti samstarfsfélagi sem völ væri á. Foster leikstýrir honum í kvikmyndinni The Beaver.
Jodie Foster
Jodie Foster stendur þétt við bakið á hinum ástralska vandræðagemsa, Mel Gibson. Gibson leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni, The Beaver, sem Foster bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í en hún var frumsýnd fyrir fullum sal á SXSW-hátíðinni á þriðjudagskvöld.

Karen Vilby, blaðakona EW.com, var á svæðinu og að hennar sögn var mikil spenna í loftinu, fólk var augljóslega spennt fyrir því að sjá Mel Gibson aftur á stóra hvíta tjaldinu eftir allt sem á undan er gengið.

En Gibson hefur verið stanslaust í fréttum vegna heimilisofbeldis, drykkjuskapar og and-gyðinlegra ummæla.

Foster ákvað einnig að svara spurningum úr sal eftir frumsýningu myndarinnar en áhorfendur voru augljóslega feimnir við þessa hæglátu stórstjörnu. Foster var hins vegar spurð að því af hverju hún hefði lýst því yfir að The Beaver hefði verið hennar erfiðasta verkefni.

„Mér fannst erfitt að finna hinn rétta tón myndarinnar,“ svaraði Foster.

Foster var þá spurð hvort hún hefði séð eftir því að ráða Mel Gibson í aðalhlutverkið.

„Ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir að hafa notið starfskrafta Gibsons,“ svaraði Foster og við það klöppuðu flestir viðstaddra svo undir tók í salnum. Foster bætti því við að allir í Hollywood vissu að það væri enginn betri á tökustað en Mel Gibson.

„Hann og Chow Yun-Fat eru bestu samstarfsfélagar sem þú færð í þessum bransa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×