Lífið

Engin Sheen-áhrif á Stöð 2 fyrr en 2012

Mynd úr vefsjónvarpsblaðri Charlie Sheen, sem hann kallar Sheen's Korner.
Mynd úr vefsjónvarpsblaðri Charlie Sheen, sem hann kallar Sheen's Korner.
„Við eigum heila seríu eftir af Two and a Half Men," segir Pálmi Guðmundsson, yfirmaður dagskrársviðs 365.

Leikarinn Charlie Sheen var á dögunum rekinn sem aðalleikari þáttanna Two and a Half Men. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í kjölfarið og fram undan er hörð barátta Sheen og Chuck Lorre, framleiðanda þáttanna, í réttarsölum. Stöð 2 sýnir nú sjöundu þáttaröð Two and a Half Men, en áttunda þáttaröð er nú í uppnámi. Vandræði Charlie Sheen hafa því ekki áhrif hér á landi fyrr en á næsta ári, að sögn Pálma.

„Við byrjum strax næsta vetur með aðra seríu og þá síðustu, að óbreyttu," segir hann og bætir við að framtíð þáttanna sé þó ekki ráðin. „Menn hafa áður deilt en komist svo að þeirri niðurstöðu að halda áfram að vinna saman."

Two and a Half Men er á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta Stöðvar 2. Vandræði Charlie Sheen hafa vakið gríðarlega athygli. Hegðun hans hefur verið stórfurðuleg og nú er hann á leiðinni í ferðalag um Bandaríkin með einhvers konar sýningu. Leikararnir tveir, Rob Lowe og John Stamos, hafa verið orðaðir við hlutverk í Two and a Half Men sem staðgenglar Charlie Sheen en Pálmi segir ekki hægt að útiloka að Sheen snúi aftur.

„Það getur verið að menn nái saman þótt síðar verði og þó að ástandið á manninum sé vissulega slæmt," segir hann.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×