Gríðarleg pressa að taka við Stundinni okkar 15. mars 2011 12:00 Margrét og Oddur ætla að skrifa Stundina okkar saman, en hún sér um að leika. Fréttablaðið/Pjetur „Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar," segir leikkonan Margrét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stundinni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ástsælasta barnaþætti Íslandssögunnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum. Um hundrað umsóknir bárust Ríkissjónvarpinu vegna lausrar stöðu umsjónarmanns Stundarinnar á dögunum eftir að leikarinn Björgvin Franz Gíslason ákvað að segja skilið við þáttinn og flytja með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur. Við skrifum þættina saman og ég sé um að leika," segir Margrét og játar að þau séu mikið áhugafólk um barnaefni. „Við höfum undanfarin ár unnið mikið í barnaefni," segir hún. „Við höfum verið sérlegir aðstoðarmenn jólasveinanna í Dimmuborgum. Svo erum við að leikstýra leikhópnum Lottu, sem er ferðaleikhópur sem sýnir fyrir börn á sumrin." Börn geta verið harðir gagnrýnendur og Margrét segir að pressan sé mikil þar sem þau eru að taka við einu af flaggskipum Sjónvarpsins. „En við reynum að hugsa ekki um það og ætlum að gera þetta almennilega. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að geðjast öllum. Fólk hefur mismunandi smekk," segir hún. Spurð hvort Stundin okkar sé það stærsta sem reynsluboltar í barnaefni á Íslandi geti tekið að sér hikar hún ekki og segir svo vera. „Þetta er elsti sjónvarpsþátturinn fyrir utan fréttir. Það hafa allir skoðun á Stundinni okkar. Þetta er gríðarleg ábyrgð." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar," segir leikkonan Margrét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stundinni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ástsælasta barnaþætti Íslandssögunnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum. Um hundrað umsóknir bárust Ríkissjónvarpinu vegna lausrar stöðu umsjónarmanns Stundarinnar á dögunum eftir að leikarinn Björgvin Franz Gíslason ákvað að segja skilið við þáttinn og flytja með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur. Við skrifum þættina saman og ég sé um að leika," segir Margrét og játar að þau séu mikið áhugafólk um barnaefni. „Við höfum undanfarin ár unnið mikið í barnaefni," segir hún. „Við höfum verið sérlegir aðstoðarmenn jólasveinanna í Dimmuborgum. Svo erum við að leikstýra leikhópnum Lottu, sem er ferðaleikhópur sem sýnir fyrir börn á sumrin." Börn geta verið harðir gagnrýnendur og Margrét segir að pressan sé mikil þar sem þau eru að taka við einu af flaggskipum Sjónvarpsins. „En við reynum að hugsa ekki um það og ætlum að gera þetta almennilega. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að geðjast öllum. Fólk hefur mismunandi smekk," segir hún. Spurð hvort Stundin okkar sé það stærsta sem reynsluboltar í barnaefni á Íslandi geti tekið að sér hikar hún ekki og segir svo vera. „Þetta er elsti sjónvarpsþátturinn fyrir utan fréttir. Það hafa allir skoðun á Stundinni okkar. Þetta er gríðarleg ábyrgð." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira