Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar 12. mars 2011 21:30 Dr. Benedikt Halldórsson Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Jarðskjálfti í Japan Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira