Margrét Lára: Ólýsanlega góð tilfinning að vera komin aftur á fullt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2011 10:00 margrét lára Hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í Portúgal. Fréttablaðið/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir er greinilega í sínu allra besta formi en hún skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Kína á Algarve Cup-mótinu í gær. Hún skoraði einnig í 2-1 sigri á Svíum á miðvikudag og átti þátt í sigurmarkinu þar að auki. Sigur Íslands þýðir að liðið er í efsta sæti B-riðils á mótinu og dugir jafntefli gegn Dönum á mánudaginn til að komast í úrslitaleik mótsins, líklega gegn hinu geysisterka liði Bandaríkjanna. Margrét Lára hefur verið að glíma við meiðsli í læri meira eða minna í þrjú ár. Blaðamaður spurði hana hvort hún væri nú loks búin að hafa betur í þeirri baráttu. „Ég vil helst ekki svara þessari spurningu,“ sagði hún og hló. „En eins og er þá er ég að ná mér. Ég finn enn aðeins fyrir meiðslunum en þetta háir mér ekki í dag. Ég hef nú verið að æfa á fullu í tvo mánuði með liði mínu, Kristianstad í Svíþjóð, og hef verið undir miklu álagi. Maður veit aldrei með meiðsli en ég tel að ég sé loksins að sjá fyrir endann á þessu. Ég á ótrúlega mörgum góðum að þakka fyrir það enda hefði ég aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét Lára fékk loksins greiningu á lærmeiðslunum í sumar. „Einar Einarsson sjúkraþjálfari og Sveinbjörn Brandsson læknir komust að þeirri niðurstöðu að það væri styrktarmunur á milli vöðva og því væru vöðvar aftan í læri í yfirkeyrslu á meðan að aðrir væru í hvíld. Þetta eru dæmigerð álagsmeiðsli sem komu þegar ég ætlaði mér of mikið. Ég hef lært að stundum er meira ekki alltaf betra.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á að vita ekki svo lengi hvað hafi verið að hrjá hana og að hún hafi um tíma óttast að hún myndi aldrei ná fullum krafti á ný. „Já, ég get viðurkennt að ég var farin að óttast það. Ég fór til Sveinbjörns fyrir leikinn gegn Frakklandi í sumar og var þá búin að ákveða að taka mér frí frá boltanum. En hann harðneitaði að leyfa mér það. Hann og Einar sjúkraþjálfari settu mér fyrir stífa endurhæfingaráætlun og það var svo í október að þetta fór loksins að skila árangri. Ég hef verið síðan þá á góðri uppleið og í dag, sjö mánuðum síðar, er ég fyrst að verða góð. Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinning að vera komin til baka og aftur á fullt.“ Hún segir að þetta hafi einnig reynt á sálarlífið. „Það eru miklar tilfinningar í spilinu. Svo miklar að ég brast næstum í grát þegar ég sá umsögn Sigurðar Ragnars [Eyjólfssonar landsliðsþjálfara] um mig eftir síðasta leik,“ sagði hún og átti þá við viðtal Fréttablaðsins við Sigurð Ragnar eftir leikinn gegn Svíum. Þá sagði hann að hann hafi ekki séð Margréti Láru spila betur í nokkur ár og hrósaði henni mikið fyrir frammistöðuna. „Þetta hefur lagst mikið á sálina mína enda lifi ég fyrir fótboltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég vil geta sýnt mínar sparihliðar í hverjum einasta leik.“ Hún segist eiga mörgum að þakka fyrir batann. „Ég var til dæmis hjá Silju Úlfarsdóttur í haust sem tók formið mitt í gegn og svo er ég að vinna með frábæru fólki í Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Ég hef fengið bestu meðhöndlun sem völ er á. Þessu fólki, ásamt öllum mínum læknum og sjúkraþjálfurum og ekki síst fjölskyldu minni, er ég ótrúlega þakklát.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er greinilega í sínu allra besta formi en hún skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Kína á Algarve Cup-mótinu í gær. Hún skoraði einnig í 2-1 sigri á Svíum á miðvikudag og átti þátt í sigurmarkinu þar að auki. Sigur Íslands þýðir að liðið er í efsta sæti B-riðils á mótinu og dugir jafntefli gegn Dönum á mánudaginn til að komast í úrslitaleik mótsins, líklega gegn hinu geysisterka liði Bandaríkjanna. Margrét Lára hefur verið að glíma við meiðsli í læri meira eða minna í þrjú ár. Blaðamaður spurði hana hvort hún væri nú loks búin að hafa betur í þeirri baráttu. „Ég vil helst ekki svara þessari spurningu,“ sagði hún og hló. „En eins og er þá er ég að ná mér. Ég finn enn aðeins fyrir meiðslunum en þetta háir mér ekki í dag. Ég hef nú verið að æfa á fullu í tvo mánuði með liði mínu, Kristianstad í Svíþjóð, og hef verið undir miklu álagi. Maður veit aldrei með meiðsli en ég tel að ég sé loksins að sjá fyrir endann á þessu. Ég á ótrúlega mörgum góðum að þakka fyrir það enda hefði ég aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét Lára fékk loksins greiningu á lærmeiðslunum í sumar. „Einar Einarsson sjúkraþjálfari og Sveinbjörn Brandsson læknir komust að þeirri niðurstöðu að það væri styrktarmunur á milli vöðva og því væru vöðvar aftan í læri í yfirkeyrslu á meðan að aðrir væru í hvíld. Þetta eru dæmigerð álagsmeiðsli sem komu þegar ég ætlaði mér of mikið. Ég hef lært að stundum er meira ekki alltaf betra.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á að vita ekki svo lengi hvað hafi verið að hrjá hana og að hún hafi um tíma óttast að hún myndi aldrei ná fullum krafti á ný. „Já, ég get viðurkennt að ég var farin að óttast það. Ég fór til Sveinbjörns fyrir leikinn gegn Frakklandi í sumar og var þá búin að ákveða að taka mér frí frá boltanum. En hann harðneitaði að leyfa mér það. Hann og Einar sjúkraþjálfari settu mér fyrir stífa endurhæfingaráætlun og það var svo í október að þetta fór loksins að skila árangri. Ég hef verið síðan þá á góðri uppleið og í dag, sjö mánuðum síðar, er ég fyrst að verða góð. Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinning að vera komin til baka og aftur á fullt.“ Hún segir að þetta hafi einnig reynt á sálarlífið. „Það eru miklar tilfinningar í spilinu. Svo miklar að ég brast næstum í grát þegar ég sá umsögn Sigurðar Ragnars [Eyjólfssonar landsliðsþjálfara] um mig eftir síðasta leik,“ sagði hún og átti þá við viðtal Fréttablaðsins við Sigurð Ragnar eftir leikinn gegn Svíum. Þá sagði hann að hann hafi ekki séð Margréti Láru spila betur í nokkur ár og hrósaði henni mikið fyrir frammistöðuna. „Þetta hefur lagst mikið á sálina mína enda lifi ég fyrir fótboltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég vil geta sýnt mínar sparihliðar í hverjum einasta leik.“ Hún segist eiga mörgum að þakka fyrir batann. „Ég var til dæmis hjá Silju Úlfarsdóttur í haust sem tók formið mitt í gegn og svo er ég að vinna með frábæru fólki í Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Ég hef fengið bestu meðhöndlun sem völ er á. Þessu fólki, ásamt öllum mínum læknum og sjúkraþjálfurum og ekki síst fjölskyldu minni, er ég ótrúlega þakklát.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00