Segja Icesave-viðræðum lokið 22. febrúar 2011 04:45 „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Fréttir Icesave Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Icesave Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira