Golf

Quiros sigraði í Dubai

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Alvaro Quiros með bikarinn.
Alvaro Quiros með bikarinn. Mynd/AP
Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku.

Quiros fór meðal annars holu í höggi í dag en það gerði hann á 11. holu og varð þriðji kylfingurinn í mótinu til að fara holu í höggi.

Tiger Woods var meðal keppenda í mótinu og varð að sætta sig við 20. sætið í mótinu en hann varð sjö höggum á eftir Quiros. Woods hefur ekki unnið golfmót í um 15 mánuði og hefur ekki verið að finna sig á golfvellinum á undanförnum mánuðum.

Lokastaðan í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×