Dæmdar bætur fyrir kynferðislega áreitni - gerandi enn að störfum Valur Grettisson skrifar 9. febrúar 2011 13:39 Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira