Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2011 15:35 Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3. Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3.
Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira