„Ég er ekki frá því að þetta hafi verið Íslandsmet í varnarleik hjá okkur í þriðja leikhluta og hann skóp sigurinn hjá okkur í kvöld. Við hefðum getað unnið þennan leik miklu stærra en það er mikilvægur leikur hjá okkur um helgina spöruðum okkur á lokamínútunum," sagði Brynjar Þór Björnsson eftir frábæran sigur KR gegn Keflavík í kvöld í Iceland Express deild karla, 99-85.
„Við ætlum okkur að verða deildarmeistarar þriðja árið í röð og við tökum að venju einn leik fyrir í einu. Stigaskorið hjá okkur er mjög dreift og það er það sem við viljum sjá," sagði Brynjar sem hælir erlenda leikmanni liðsins, Marcusi Walker, hásterkt fyrir frábæran leik en hann skoraði 27 stig í kvöld.
„Marcus var frábær í kvöld og ég held að Frjálsíþróttasambandið ætti að fara að kíkja á hann því hann er ótrúlega fljótur. Hann var að hlaupa 400 metranna á 47 sekúndum á dögunum og spurning hvort það ætti ekki að skella íslenskum ríkisborgararétti á strákinn," sagði Brynjar Þór, hress að vanda í leikslok.