Hernandez tryggði Manchester United útisigur á West Brom Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 14:41 Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið. Manchester United liðið átti ekki góðan leik og sigurinn var ekki sannfærandi. Heimamenn í West Brom fóru illa með mörg færri í fyrri hálfleik og klikkuðu á víti sem hefði komið liðinu yfir í leiknum í seinni hálfleik. Það tók Wayne Rooney rétt rúmar tvær mínútur að opna markareikning sinn á nýja árinu en hann skoraði þá með hnitmiðuðum skalla eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Þetta var fyrsta mark Rooney fyrir United frá því í mars ef ekki eru talin með mörk úr vítaspyrnum. James Morrison jafnaði hinsvegar leikinn fyrir WBA með glæsilegu skoti ellefu mínútum síðar þegar hann lét bara vaða fyrir utan teig upp í fjærhornið eftir að Nemanja Vidic skallaði boltann frá marki United. Gary Neville slapp síðan ótrúlega vel á 26.mínútu þegar hann átti að fá dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir að brjóta á Graeme Dorrans sem var sloppinn í gegn. Chris Foy, dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekki neitt. Gary Neville var annars í miklum vandræðum allan fyrri hálfeikinn og United gat þakkað fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk í hálfleiknum. West Brom fékk vítaspyrnu á 63. mínútu eftir brot Rio Ferdinand á Jerome Thomas en Peter Odemwingie skaut framhjá markinu. Manchester United nýtti sér þetta og varamaðurinn Javier Hernandez kom þeim yfir á 75.mínútu með skalla af markteig eftir hornspyrnu Wayne Rooney. Hernandez kom inn á sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov fjórtán mínútum áður. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Manchester United varð fyrir áfalli á lokamínútunum þegar Wayne Rooney meiddist á vinstri ökkla en United var búið með allar skiptingar sínar og Rooney harkaði því af sér og haltraði inn á vellinum það sem eftir lifði leiksins. Skroll-Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið. Manchester United liðið átti ekki góðan leik og sigurinn var ekki sannfærandi. Heimamenn í West Brom fóru illa með mörg færri í fyrri hálfleik og klikkuðu á víti sem hefði komið liðinu yfir í leiknum í seinni hálfleik. Það tók Wayne Rooney rétt rúmar tvær mínútur að opna markareikning sinn á nýja árinu en hann skoraði þá með hnitmiðuðum skalla eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Þetta var fyrsta mark Rooney fyrir United frá því í mars ef ekki eru talin með mörk úr vítaspyrnum. James Morrison jafnaði hinsvegar leikinn fyrir WBA með glæsilegu skoti ellefu mínútum síðar þegar hann lét bara vaða fyrir utan teig upp í fjærhornið eftir að Nemanja Vidic skallaði boltann frá marki United. Gary Neville slapp síðan ótrúlega vel á 26.mínútu þegar hann átti að fá dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir að brjóta á Graeme Dorrans sem var sloppinn í gegn. Chris Foy, dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekki neitt. Gary Neville var annars í miklum vandræðum allan fyrri hálfeikinn og United gat þakkað fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk í hálfleiknum. West Brom fékk vítaspyrnu á 63. mínútu eftir brot Rio Ferdinand á Jerome Thomas en Peter Odemwingie skaut framhjá markinu. Manchester United nýtti sér þetta og varamaðurinn Javier Hernandez kom þeim yfir á 75.mínútu með skalla af markteig eftir hornspyrnu Wayne Rooney. Hernandez kom inn á sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov fjórtán mínútum áður. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Manchester United varð fyrir áfalli á lokamínútunum þegar Wayne Rooney meiddist á vinstri ökkla en United var búið með allar skiptingar sínar og Rooney harkaði því af sér og haltraði inn á vellinum það sem eftir lifði leiksins.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira