Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 16:30 Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. AP Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira